Myndin hér að ofan er af henni Kúnst minni frá Sveinsstöðum en hún seldist í byrjun júní til yndislegrar fjölskyldu í Borgarnesi. 
Einnig seldi ég Rökkva frá Gerðum, Krókssoninn minn en hann fór nú ekki langt heldur til Bryndísar frænku minnar og mun ég þá geta fylgst með honum þar.
En ástæða þess að ég er að selja hrossin er sú að litla fjölskyldan er að flytja til Noregs í næstu viku og verður því smá pása á hestamennsku hjá mér meðan við komum okkur fyrir í Noregi.
Núna á ég einungis eftir hann Krók minn sem er í fóstri hjá Herdísi vinkonu minni, síðan er eftir Stemma frá Strönd 4 v Seifsdóttir sem er reyndar til sölu og svo Dimmissonurinn hann Stefnir, en Stefnir er mjög efnilegur og hann ætla ég að eiga.
Hér fer neðan set ég stutt myndband af Stefni sem ég tók í júní '13


 
Picture
Abel minn er kominn til nýja eigandans og er hann núna á Akureyri í góðu yfirlæti og ég fæ vonandi að fylgjast með honum í framtíðinni. 
Myndin hérna til hliðar er tekin þegar hann var sóttur í hagann. 
Abel er virkilega blíður klár og verður vonandi eiganda sínum til mikillar gleði. 
Annars fer mest fyrir því hjá mér þessa dagana að sinna frumburðinum en ég og Davíð eignuðumst dreng 23.febrúar síðastliðinn og er hann okkur til mikillar gleði.

Þó fer nú að glæðast í hestamennskunni hjá mér og ætla ég mér að taka Kúnst inn sem fyrst og byrja þjálfa hana með mót í huga í vor. Vonandi.


Picture
Fallegi drengurinn minn
 
Picture
Ég setti inn nýtt myndband sem ég tók af honum Abel í nóvember þegar hann kom inná hús í 2 vikur.
Myndbandið er tekið upp í reiðhöll Harðar eitt kvöldið og við vorum aðeins að leika okkur þar. Þar sem að ég var ólétt þá var ég ekkert að fara á bak honum Abel, heldur var ég að eiga við hann, teyma hann um og minna hann á þjálfunina sem hann fór í gegnum haustið 2010.



 
Picture
Ég fór seinni partinn í október og tók inn hann Abel minn til smá meiri skólun. Abel er mjög geðþekkur foli og gengu flutningar mjög vel með hann þrátt fyrir að hafa ekki komið á kerru í nokkur ár. 
Það vildi nú svo illa til þegar hann var kominn á hús að hann slapp útúr húsinu á ótrúlega Houdini hátt og týndist. Það spurðist ekkert til hans frá laugardegi til mánudags, svo fékk ég loks tilkynningu um að hann væri á golfvelli í Mosfellsdal. Hann ákvað sumsé að skjótast í nokkrar holur, honum hefur leiðst vistin í hesthúsinu greinilega. 
Þegar ég kom að honum þá var sem betur fer frost í jörðu og hann hafði engu tjóni valdið á vellinum. Ég hef sjaldan verið jafn fegin og þegar ég náði að handsaman hann og tölta með hann niðrí hesthús. 
Nú bíður hans aðeins meiri skólun í tvær vikur svo fer hann aftur út í haustbeitina og ég tek hann inn aftur næsta vor. 
Myn

 
Picture
Stefnir frá Strönd 4 mánaða
Ég kíkti í vikunni á ungu tryppin mín sem eru í góðu yfirlæti á Strönd hjá honum Gunna bónda.
Eitthvað þótti Stemmu grasið grænna á næsta bæ, Strandarhjáleigu og er að þvælast í stóðinu þar, og er væntanleg heim með næstu smölun þar.
Ég sá hinsvegar hin tryppin, þau Abel, Stúlku og Rökkva. Einnig kíkti ég á folaldið í ár, hann Stefni frá Strönd Dimmisson. 
Hann lítur mjög vel út. Skapgóður, risastór og fallegur. Fannst hann sko ekkert verri í dag heldur en þegar hann tók rispur fyrir mig fyrr í sumar!

Ég hef ákveðið að fækka aðeins í hrossunum mínum og því eru tryppin mín þrjú til sölu. Nánar er hægt að fræðast um þau undir Hestar í stiklunni hér að ofan.
En nóg um það, hér fylgja myndir. 



 
Picture

Kúnst mín er komin úr vetrarþjálfun hjá Ásdísi Helgu í Litla-Garði í Eyjafirði. 
Kúnst hefur verið klárgeng og ekki margir tamningamenn haft trú á henni, og kannski með réttu því mikill peningur og vinna er búin að fara í að fá hana til að tölta almennilega.
Ásdís Helga er búin að gera frábæra hluti og það er virkilega gaman að ríða út þessa dagana.

Kúnst er hörkuviljug, kraftmikil með skemmtilegt geðslag og með mikinn fótaburð. Hún er núna í girðingu við Hafravatn ásamt besta vini sínum honum Krók. Það er skemmtilegt sambandið á milli þeirra, en þau hafa deilt stíu og girðingu síðan haust 2010 og Krókur sem er fyrrverandi graðhestur er rosalega hrifinn af henni Kúnst sinni og þegar ég sótti Kúnst um áramótin til að fara með hana í þjálfun þá elti Krókur meðfram girðingunni og hengdi sár hausinn eftir að hún var sett uppá kerru. 
Maður er voða meyr og ég vona að ég þurfi ekki að aðskilja þau mikið í framtíðinni.
Læt fylgja með nokkrar myndir af Kúnst sem voru teknar af Guðrúnu Dögg fyrir mig.


 
Picture


Fór 28.maí og kíkti á Dimmu soninn sem ég sagði frá í síðustu frétt. Ég varð ekki fyrir neinum vonbrigðum með hann, en folaldið lítur mjög vel út og gat alveg hreyft sig þegar ég tók stutt video af honum. Myndirnar eru klipptar útúr myndbandinu, því eru ekki bestu gæðin á myndunum. Nú standa yfir miklar vangaveltur með nafn, en ég er pínu sérvitur og vil að nafnið byrji á S... Nú er að leggja höfuðið í bleyti.

 
Picture

Fyrsta og eina folaldið sem ég fæ þetta sumarið fæddist 28.apríl.
Það fæddist gullfallegur hestur undan Dimmu frá Strönd og Dimmi frá Álfhólum.
Dökkjarpur og virkilega myndarlegur, ég hef því miður ekki getað skoðað hann þegar þetta er skrifað vegna prófanna en vonast til að geta kíkt á hann við fyrsta tækifæri.
Hann er skemmtilega ættaður en mamma hans Dimma, er mamma Seifs frá Strönd II, en ég á tvö afkvæmi Seifs, þau Stemmu og Abel. Dimmi þarf vart að kynna enda gríðarlega hæfileikaríkur fyrstu verðlauna stóðhestur og ekki skemmir að pabbi Dimmis, Tígur frá Álfhólum var faðir fyrsta hestsins míns hans Glæsir, skemmtileg ættarflækja.

Myndirnar tók Ása Birgisdóttir og kann ég henni bestu þakkir.

 
Picture
Högni frá Skriðulandi eftir 6vikna þjálfun á Hólum.

Nú hef ég opnað litla síðu í kringum áhugamálin mín, hesta og hunda. Ég stunda mjög litla og ómarkvissa hrossarækt enn sem komið er, en ég ætla nota þennan vettvang til að segja frá því sem á dagana drífur í þessu hrossa/hunda stússi. 
Það sem er frásagnavert í dag er að ég er með tvo hross í þjálfun í Litla-Garði hjá henni Ásdís Helgu. Kjarnadóttirin Kúnst og Hugasonurinn Högni eru í þjálfun hjá Ásdísi og gengur vel. Högni fer að fara í frí og núna fer sá tími af stað um að ákveða framtíðina hjá honum, það er gríðarlega vinna að vera með stóðhest og einstaklega erfitt þegar maður er ekki sjálfur með aðstöðu. 
Kúnst verður í þjálfun fram í miðjan maí en þá tek ég við henni og held þjálfuninni áfram.